Aðalfundur Ju Jitsufélags Reykjavíkur 2020
Posted onAðalfundur Ju Jitsufélags Reykjavíkur 2020 verður haldinn 14. maí 2020 kl. 18:00
Fundarstaður er Dojo félagsins Ármúla 19.
Dagsskrá aðalfundar:
- Fundarsetning
- Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
- Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.
- Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla.
- Nefndir gefa skýrslur og umræður um þær.
- Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
- Kosning fastra nefnda ef við á.
- Lagabreytingar ef fyrir liggja.
- Kosin stjórn:
- kosinn formaður
- kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
- kosnir tveir varamenn í stjórn
- kosinn endurskoðandi og annar til vara.
- Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.
- Önnur mál.
- Fundarslit
Fundartími áætlaður 40-60 mín.
Á aðalfundi fer hver félagi með eitt atkvæði og ræður einfaldur meirihluti úrslitum, nema varðandi lagabreytingar, þá þarf samþykki 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna til þess að breytingar nái fram að ganga.
Skorum á alla meðlimi að koma og taka þátt í að móta stefnur félagsins og sérstaklega viljum við hvetja foreldra barna í Junior hóp að mæta.
Gætt verður að tveggja metra reglunni og ef fjöldi fundarmanna verður of mikill fyrir setustofuna þá færist fundurinn inn á Tatami.