Að æfa Ju Jitsu

Fólk á öllum aldri æfir Ju Jitsu og getur fólk byrjað hvenær sem er. Ekki er þörf á að vera í góðu formi en með tímanum kemst fólk í betra form þegar það æfir Ju Jitsu reglulega. Margir æfa Ju Jitsu til þess að komast í betra form og læra sjálfsvörn um leið. Próf eða beltagráðanir eru haldin reglulega fyrir þá sem vilja klifra upp beltakerfið og flestir stefna á svartabeltið. Það getur tekið 3 – 5 ár eða lengur að komast svo hátt en það fer auðvitað eftir ástundun og áhuga viðkomandi nemanda. Hjá Ju Jitsufélagi Reykjavíkur æfa byrjendur og lengra komnir saman, en byrjendur fá sérstaka tíma til þess að læra undirstöðuatriðin (sjá tímatöflu).

Æfingabúðir eru haldnar yfirleitt einu sinni eða tvisvar á ári. Æfingabúðirnar eru haldnar um helgar og eru öllum opnar. Þeim er venjulega stjórnað af Sensei Simon Rimington sem er okkar leiðtogi innan Shogun Ju Jitsu International en hann býr yfir mikilli reynslu í kennslu á Ju Jitsu. Sensei Simon gráðar einnig alla tilvonandi svartbeltinga og aðrar æðri gráður í Ju Jitsu.
Ju Jitsufélag Reykjavíkur bíður öllum að koma og prófa Ju Jitsu í aðstöðunni okkar í Ármúla 19, 108 Reykjavík, þeim að kostnaðarlausu í 2 skipti. (sjá annars verðskrá)