Verðskrá

Börn - JuniorsFullt gjald - Full PriceMeð systkina afslætti - With Simbling discount
1 mánuður/month10.000kr10.000kr
4 mánuðir/months28.00025.000kr
5 mánuðir/months33.00030.000kr
9 mánuðir/months48.00043.000kr

Fullorðnir/SeniorsFullt gjald/Full Price
1 mánuður/month15.000kr
3 mánuðir/months35.000kr
6 mánuðir/months55.000kr
12 mánuðir/months90.000kr

Hægt er að greiða með peningum, kreditkortasamningum eða millifæra í banka. Hægt er að dreifa greiðslum. JJFR er aðili að Frístundarkorti Reykjavíkurborgar.
Ju Jitsufélag Reykjavíkur
Reikningur: 0303-26-003379
Kennitala : 471098-3379

Munið að láta netbankann senda tilkynningu á netfangið gjaldkeri@sjalfsvorn.is, með nafni nemandans og deild (börn/fullorðnir) sem skýringu.

Hægt er að senda spurningar til gjaldkera JJFR hér: Fyrirspurn til gjaldkera JJFR

 

Verðskrá vegna beltagráðunnar:

Beltalitur/Belt colorGráðunargjald
Fullorðnir/Seniors
Gráðunargjald
Börn/Juniors
Gráðunarkröfur
0kr0kr10. Kyu
Þau sem byrja að æfa ju jitsu byrja öll með rautt belti. Eftir 3 mánuði hafa nemendur möguleika á að þreyta próf fyrir 9. kyu.
1.000kr800kr9. Kyu
Hvítt. Níunda kyu er fyrsta gráðan í ju jitsu. Til þess að ná 9. kyu þurfa nemendur að hafa vald á helstu undirstöðuatriðum íþróttarinnar svo sem fallæfingum, spörkum og einföldum brögðum.
1.500kr1.000kr8. Kyu
Gult. Þau sem taka 8. kyu prófið þurfa að hafa gott vald á undirstöðuatriðum íþróttarinnar auk kunnáttu á grunntökum. Þriggja mánaða þjálfun þarf til að komast í næsta próf.
2.000kr1.200kr7. Kyu
Þau sem taka 7. kyu prófið þurfa að hafa mjög gott vald á undirstöðuatriðum íþróttarinnar auk góðrar kunnáttu á grunntökum. Nemendur þurfa að sýna köst og varnir gegn árásum. Fimm mánuðir þurfa að líða í næsta próf.
2.500kr1.500kr6. Kyu
Grænt belti fá þau sem náð hafa góðu valdi á köstum, spörkum og lásum. Auk þess þurfa nemendur á sýna varnir gegn árásum og kyrkingum í gólfi. Fimm mánuðir þurfa að líða í næsta próf.
3.000kr1.700kr5. Kyu
Blátt og hvítt er fyrri hluti bláa beltisins. Hér er meira um hnitmiðuð spörk og samsettar æfingar. Þessi hluti er oft nefndur sparkhluti bláa beltisins. Fimm til sex mánuðir þurfa að líða í næsta próf.
3.500kr2.000kr4. Kyu
Blátt er seinni hluti í gráðun þessa beltis. Hér er meira um köst og samsettar kast æfingar. Þessi hluti er oft nefndur kasthluti bláa beltisins. Sex mánuðir þurfa að líða í næsta próf.
4.500kr3.000kr3. Kyu
Fjólublátt er erfitt próf og ekki ná margir svo langt. Hér þarf allt að vera eitt hundrað prósent: Æfingar, stíll, lásar og frágangur. Hér er mikið um samsett brögð, fleiri lásar, þrjár kataæfingar og nokkur hættuleg köst. Þau sem hafa náð þetta langt er orðin mjög góð í íþróttinni. Nú þurfa að líða fimm mánuðir í næsta próf.
6.000kr4.000kr2. Kyu
Brúnt og hvítt er fyrri hluti brúna beltisins. Hér er prófað í vörnum gegn árásum tveggja eða fleiri andstæðinga og ný og tæknilegri spörk eru kynnt til sögunnar. Fimm til sex mánuðir þurfa að líða í næsta próf.
7.000kr5.000kr1. Kyu
Brúnt er seinni hluti brúna beltisins Hér þurfa nemendur að gera skil á sérstökum köstum og sýna að þau geta ráðið við andstæðing(a) með einni hendi. Þau þurfa að geta kastað jafn vel frá hægri og vinstri. Eitt ár þarf að líða til þess að komast í næsta próf.
24.000kr1. Dan
Svart er markmið margra. Hér þurfa nemendur að vera orðnir mjög færir í öllum brögðum frá hvíta og upp í svarta. Hér eru kenndar aðferðir til að losa sig úr þeim lásum og brögðum sem kennd hafa verið fram að þessu. Hér þurfa nemendur að kunna skil á líkamsbyggingu manneskjunnar, uppbygging beina og líffærafræði. Nemendur er spurður um þetta á prófi. Einnig er spurt úr öllum beltum hér að framan. Tvö ár þurfa að líða áður en hægt er að taka 2.dan.
30.000kr2. Dan
Margir tala um 2. dan sem vopnabeltið. Hér er krafist þekkingar á ýmsum vopnum; nunchaku, kama, tonfa, sai, katana, bo og jo.
Próf í þessu belti reynir á þekkingu iðkandans á vopnum og meðferð þeirra, ásamt flóknum brögðum. Þrjú ár þurfa að líða í næsta belti.
3. Dan Meistaragráða
Inniheldur meira af vopnum og samsettum brögðum. Hér reynir á samhæfni og snerpu nemandans. Í þessu prófi eru nokkrar kataæfingar sem samanstanda af fleiri tugum hreyfinga. Hér er um meistargráðu að ræða. Nú þurfa að líða fjögur ár þar til hægt er að taka næsta belti.
5.Dan
Meistaragráða
6.Dan
Meistargráða