KONUR OG SJÁLFSVÖRN.
Núna langar mig til að halda námskeið í og um sjálfsvörn sem er eingöngu fyrir ykkur konur.
Miðað við að næg þáttaka fæst þá verður þetta næstu helgi þ.e. 11. júní kl. 11:30-13:00 og 12 júní kl. 14:00-15:30.

Gjaldið er kr. 1.500,-

Skráning fer fram með því að senda póst á Sensei@sjalfsvorn.is.
Mikilvægt að fram komi nöfn þeirra sem vilja koma og aldur.

Námskeiðið er fyrir konur á öllum aldri en ég miða við að þáttakendur séu ekki yngri en 15 ára. Þetta verður bæði fræðilegt og verklegt námskeið svo þægilegur æfingafatnaður er æskilegur.

Farið verður yfir helstu þætti sjálfsvarnar t.d.
Hvernig bregst líkaminn við árás?
Hvað er að gerast í huga árásarmanns og þeim sem fyrir árás verður?
Hvernig á ég að varast óæskilegar aðstæður?
Hvaða brögð/tæknir þarf ég að kunna til að verja mig?
og margt fleira verður farið yfir.

Hlakka til að heyra frá ykkur konur sem viljið fræðast aðeins um sjálfsvörn.

kv.
Sensei Magnús
Síðast uppfært: Fimmtudagur, 09. júní 2016 19:43