Vetraræfingar 2016-17 hjá Ju-Jitsu junior
Eins öruggt og það er að haustvindar blása uppúr miðjum ágúst eins er það öruggt að vetrarstarf Ju-Jitsufélags Reykjavíkur og Sjálfsvarnarskóla Íslands hefst á sama tíma. Nú er komið að því að junior hópur Ju-Jitsufélagsins hefji vetraræfingar aftur og er fyrsta æfingin vetrarins næstkomandi fimmtudag 18. ágúst kl. 18:00. Ju-Jitsu æfingarnar í vetur hjá krökkunum er eins og undanfarin ár á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:00 – 19:00. Ég hvet alla krakka frá 8 ára aldri til 14 ára, einnig foreldra barna á þessum aldri, að hafa samband eða bara mæta á æfingu hjá Ju-Jitsufélagi Reykjavíkur í Ármúla 19. Við bjóðum uppá góða æfingu í frábærri íþrótt sem henntar öllum. Það er hægt að finna nánari upplýsingar um okkur hér á www.sjalfsvorn.is m.a. tímatöflur, hverjir kenna og verðlista mm. Hlökkum til að heyra frá ykkur og sjá ykkur á næstu æfingu. Kveðja Sensei Magnús
Síðast uppfært: Sunnudagur, 14. ágúst 2016 17:55