Sumarkveðjur
Gleðilegt sumar allir Ju-Jitsu menn og konur.

Hjartans þakkir fyrir góðann vetur sem hefur verið í marga staði góður en ekki síst skemmtilegur.
Það er mín tilfinning að við erum sem hópur orðinn vel í stakk búinn til að gera öflugt starf enn öflugara og það er tilhlökkun hjá mér að undirbúa núna tuttugasta veturinn undir merkjum Ju-Jitsufélags Reykjavíkur.
Á næsta ári verður félagið okkar sem sagt tuttugu ára og ber okkur að fagna þeim merku tímamótum á eins veglegan máta og hægt er fyrir okkur.
Undirbúningurinn er aðeins farinn af stað og hugmyndir komnar að nokkrum viðburðum. Ég vil hvetja ykkur öll að láta okkur sem leiðum starfið að heyra ykkar hugmyndir af viðburðum og uppákomum sem ykkur hugnast í tilefni þessara tímamóta.

Núna um helgina 23. – 24. Apríl verðum við með heimsókn frá Englandi þar sem Sensei Simon Rimington er hjá okkur og er dagskrá báða dagana. Þetta er vel kynnt á facebook og vonast ég til að sjá ykkur um helgina.

DAGSKRÁ:
Laugardagur 23. apríl
kl. 11:30-13:00      Senior JU-JITSU
kl. 13:30-15:00 Senior JU-JITSU
Sunnudagur 24. apríl
kl. 11:00-12:30 Junior, Börn og Unglingar JU-JITSU
kl. 13:30-15:30 Senior JU-JITSU
 
Verðskrá:
Senior (15 ára og eldri): Báða dagana   kr. 7.000,-
Einn dagur kr. 4.500,-
Junior (8 ára – 14 ára) kr. 2.500,-

Allir eru hjartanlega velkomnir að taka þátt hvort sem þú ert alveg nýr í þessu eða lengra kominn eða jafnvel hefur aldrei prófað Ju-Jitsu en hefur áhuga að prófa.
Að lokum vil ég óska ykkur öllum alls hins besta í sumar og vonast til að sjá ykkur sem fyrst á Ju-Jitsu æfingum.

Sumarkveðja
Sensei Magnús Ásbjörnsson