Sjálfsvarnarskólinn
Dagatal
Síðast uppfært: Miðvikudagur, 09. september 2015 09:30
 
Nýtt námskeið hefst í september 2015!
Magnús og RobertFelix og Robert

 

Hæ! Velkomin á heimasíðu Ju Jitsufélags Reykjavíkur.

Fjögur félög eru að æfa í Ámúla 19: Ju-Jitsufélag Reykjavíkur, Gracie jiu jitsu, Aikido og Kenpo Karate.


Við æfum hefbundið japanskt ju-jitsu sem er bardagalist en leggjum áherslu á sjálfsvörn. Sensei Simon Rimington er leiðtogi okkar innan Shogun Ju Jitsu International og sá sem leggur línurnar hvað er kennt hjá okkur. Við kennum að nota lása, tök, spörk, kýlingar, kyrkingar og köst. Við aukum þol, styrk og sjálfstraust. Ekki er keppt í þessari grein.

 

Við bjóðum öllum tvo fría prufutíma, það er besta leiðin til að komast að því hvort þetta hentar þér. Endilega kíktu hér á "spurt og svarað" (FAQ) síðuna okkar og á nokkur myndbönd áður en þú mætir í Ármúla 19! Sjáumst á þriðjudaginn eða fimmtudaginn klukkan 19:00!

 

Hefur þú áhuga á að koma með krakkana þína í prufutíma? Lestu meira hér. Einnig eru alltaf sér kvennanámskeið. Vertu vinur okkar á facebook til að vita hvenær næsta námskeið verður.

 

bestu kveðjur
Sensei Robert og Sensei Magnús

 

 

Egill og GillesJóhanna og Anna Ingibjörg

 

Sjálfsvörn ju-jitsu

 

 

Síðast uppfært: Laugardagur, 29. ágúst 2015 08:37
 
Tenglar

Shogun Ju Jitsu International contacts/tenglar:

 

 

 

Other Martial Art club/aðrir bardagaíþrótta klúbbar:

Ísland:

 

 


Erlendir:

 

 

 

Aðrir tenglar:

Síðast uppfært: Mánudagur, 03. nóvember 2014 08:47
 
Lög og reglar

 Lög Félagsins

1.gr. Félagið heitir Jiu Jitsufélag Reykjavíkur. P.O.Box 1647. 121 Reykjavík. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2.gr. Tilgangur félagsins er að iðka íþróttina Ju Jitsu og vinna að útbreiðslu hennar.

3.gr. Félagar geta orðið allir þeir sem þess æskja og stjórn félagsins samþykkir.

4.gr. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfundur félagsins skal haldinn í febrúar/mars ár hvert. Til fundarins skal boða bréflega eða á annan sannanlegan hátt með a.m.k. viku fyrirvara og skal getið dagsskrár í fundarboði. Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum skulu hafa borist stjórn minnst tveimur vikum fyrir aðalfund.  Rétt til fundarsetu með öllum réttindum hafa skuldlausir félagar.

 

Dagsskrá aðalfundar:

1. Fundarsetning.
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
3. Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana.
4. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla.
5. Nefndir gefa skýrslur og umræður um þær.
6. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
7. Kosning fastra nefnda ef við á.
8. Lagabreytingar ef fyrir liggja.
9. Kosin stjórn:
a) kosinn formaður
b) kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
c) kosnir tveir varamenn í stjórn
d) kosinn endurskoðandi og annar til vara.
10. Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.
11. Önnur mál.
12. Fundarslit.

 

Á aðalfundi fer hver félagi með eitt atkvæði og ræður einfaldur meirihluti úrslitum, nema varðandi lagabreytingar,  þá þarf samþykki 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna til þess að breytingar nái fram að ganga. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.

 

5.gr. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Ársreikningar skulu komnir til endurskoðanda eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund.

6.gr. Stjórn félagsins fer með yfirstjórn þess á milli aðalfunda. Hana skipa formaður, kosinn sérstaklega á aðalfundi, og fjórir meðstjórnendur, allir kosnir á aðalfundi. Stjórnin skiptir með sér verkum að afloknum aðalfundi: varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi.  Stjórnarfundi skal halda a.m.k. mánaðarlega og boðar formaður til þeirra.

7.gr. Tillögu um að leggja félagið niður verður að leggja fyrir á lögmætum aðalfundi og skal  tillagan send félagsmönnum með fundarboðinu. Til þess að slík tillaga nái fram að ganga þarf helmingur félagsmanna að sitja fundinn og 2/3 þeirra að samþykkja tillöguna. Komi ekki svo margir til fundarins, skal boða til nýs fundar með tveggja vikna fyrirvara og skal hann haldinn innan fjögurra vikna og er sá fundir ályktunarhæfur án tillits til fjölda fundarmanna.

8.gr. Lögum þessum verður ekki breytt nema á reglulegum aðalfundi félagsins og þá með samþykki 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna.

9.gr. Lög þessi og síðari breytingar á þeim öðlast gildi þegar framkvæmdastjórnir ÍBR og ÍSÍ hafa staðfest þau/þær, sbr. lög ÍBR og ÍSÍ.

 

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 07. september 2010 13:03
 
Félagið

 

Stjórn Ju-Jitsufélags Reykjavíkur 2015

 

Formaður: Egill Ibsen Óskarsson formadur@sjalfsvorn.is Egill
Ritari: María Waltersdóttir ritari@sjalfsvorn.is María
Gjaldkeri: Haukur Friðriksson gjaldkeri@sjalfsvorn.is Haukur
Meðstjórnendur: Guðmundur A Guðmundsson Guðmundur
Magnús Ásbjörnsson sensei@sjalfsvorn.is Magnús
Varamenn: Sveinbjörn Ólafur Sigurðsson
Óli
Sólveig Daðadóttir
Sólveig
Arna Rún Skúladóttir
Arna Rún
Sameiginlegt netfang stjórnar er: stjorn@sjalfsvorn.is
Félagsmenn og aðrir eru hvattir til að nýta þetta netfang til að koma ábendingum og tillögum áleiðis til stjórnar félagsinns.
Skoðunarmaður reikninga/endurskoðandi: Felix Högnasson
Varaendurskoðandi : Kjartan Ingvarsson
Síðast uppfært: Föstudagur, 01. janúar 2016 20:40
 
Hver erum við?

Ju jitsufélag Reykjavíkur (JJR) var stofnað árið 1997 og hefur verið aðili að Íþróttabandalagi Reykjavíkur frá árinu 1999. Markmið félagsins er að stuðla að útbreiðslu hefðbundins ju jitsu, sjálfsvarnaríþróttar sem á uppruna sinn að rekja til Japans og er talin ein elsta íþrótt sinnar tegundar. Af hennar meiði hafa meðal annars sprottið sjálfsvarnarlist eins og Aikido og Hapkido, og bardagaíþróttir eins og Judo og Brazilian jiu jitsu. Ekki er keppt í hefðbundnu ju jitsu af því tagi sem JJR leggur stund á.

JJR er aðili að heimssamtökum ju jitsufélaga, Shogun Ju-Jitsu International (SJJI), en meistari skólans er Sensei Simon Rimington stofnandi samtakanna. Heimssamtökin leggja áherslu á skipulagða þjálfun sem tekur mið af vandaðri alþjóðlegri þjálfunaráætlun, þar sem iðkandinn byggir færni sína á breiðum grunni sjálfsvarnartækni, eins og lásum, köstum og hnitmiðaðri spark- og höggtækni. Þjálfunaráætlunin leggur jafnframt grunn að gráðunarkerfi samtakanna en mismunandi litur belta gefa til kynna stöðu nemenda á hverjum tíma.

Allir geta stundað hefðbundið ju jitsu, óháð líkamlegu ásigkomulagi; ungir sem aldnir, konur og karlar, enda er ástundun þessarar íþróttar á forsendum iðkandans, sem fer í gegnum þjálfunaráætlun á eigin hraða.

Kennsla barna og unglinga hjá JJR hófst árið 1999 og eru æfingar ætlaðar fyrir börn frá 8 ára aldri. Börn og unglingar fylgja sérstakri þjálfunaráætlun sem tekur mið af líkamsburði þeirra og andlegum þroska. Barnaæfingar er eðlilega sambland náms og leikja. Börnin læra helstu lása og tök til að verja sig, læra aga og sjálfstjórn og læra að bera virðingu hvert fyrir öðru. Á milli tæknilegra æfinga fá þau óspart tækifæri til útrásar í leikjum og ærslagangi.

Hjá unglingum er auk hefðbundinna æfinga, lögð áhersla á að byggja upp sjálfstraust einstaklingsins og fá þau til að huga að þeim hættum sem þau geta lent í á lífsleiðinni. Lögð er áhersla á að sjálfsvörn er aðeins notuð í neyðartilvikum og að slagsmál leiða aldrei til lausna.

Fullorðnir fylgja þjálfunaráætlun SJJI sem ætluð er fólki frá 16 ára aldri. Hér er lögð meiri áhersla á fjölbreytt köst og flókna lása til þess að ná stjórn á andstæðingnum. Hér verða iðkendur að tileinka sér ákveðna þekkingu á líffæra- og lífeðlisfræði sem tengjast íþróttinni og helstu atriðum laga og reglna um nauðvörn og valdbeitingu. Í þessum hópi eru iðkendur sem fyrr segir frá 16 ára aldri og um og yfir sjötugt. Fólk aldrei of gamalt til að byrja að æfa ju jitsu.

Aðalkennari félagsins er Magnús Ásbjörnsson 6. dan. Auk hans sjá reyndir svartbeltingar um kennslu bæði barna og fullorðinna. Kennarar JJR hafa haldið fjölda námskeiða fyrir starfsfólk stofnana og fyrirtækja sem sinna lög- og heilsugæslu, öryggisvörslu, félagsþjónustu og menntun barna og unglinga. Námskeið eru ávalt sniðin að þörfum þeirra sem leita til kennara félagsins hverju sinni.

 

Síðast uppfært: Sunnudagur, 15. nóvember 2015 20:48
 
Kennarar
Yfirkennari Ju-Jitsufélags Reykjavíkur:
Sensei Magnús


Sensei Magnús Ásbjörnsson
6. Dan, Svart belti.

Ásamt því að vera yfirkennari Ju-jitsufélgs Reykjavíkur er Sensei Magnús aðalkennari fullorðina hjá félaginu.
Magnús hefur æft ju-jitsu frá árinu 1989 fyrst í Noregi í u.þ.b. 3 ár en eftir það aðalega á Íslandi. Hann hefur ásamt því að æfa Ju-Jitsu á Íslandi sótt þekkingu á Ju-Jitsu bæði til Noregs og Bretlands.
Magnús er menntaður rafeindavirki og starfar við það hjá Isavia ásamt því að sinna rekstri og kennslu hjá Ju-Jitsufélagi Reykjavíkur.

Sensei Magnús hóf kennslu á ju-jitsu hjá Ungmennafélagi Biskupstungna 1996 og svo einnig á Selfossi 1998 í samstarfi við Ju-Jitsufélag Reykjavíkur.
Frá árinu 2000 hefur Magnús svo sinnt kennslu hjá Ju-Jitsufélag Reykjavíkur m.a. sem aðalkennari barna og unglinga og árið 2006 tekur hann svo við rekstri félagsins.
Frá árinu 2004 tók Magnús við sem einn af tveim yfirkennurum félagsins en frá haustinu 2011 hefur Magnús verið yfirkennari Ju-Jitsufélagsins.

Sensei Magnús gráðaði til 5. Dan, Svart belti í okt. 2013.

 

Sími: 863-2804. Netfang: magnus@sjalfsvorn.is og sensei@sjalfsvorn.is.

 

 Aðalkennari barna og unglinga:

Sensei Felix

Sensei Felix Högnason 3. Dan, Svart belti.

Sensei Felix er aðalkennari barna og unglinga. Hann er menntaður þroskaþjálfi og vinnur nú að mastersverkefni í hagnýtri atferlisgreiningu. Felix hefur sérhæft sig í vinnu með fólki sem sýnir ögrandi hegðun og hefur haldið fjölda námskeiða, m.a. um fyrirbyggjandi aðgerðir við hegðunarvanda, hvernig takmarka má þvingun og valdbeitingu í vinnu með fólki sem sýnir erfiða hegðun og varnarviðbrögð við alvarlegum hegðunarvanda.

Sensei Felix hefur æft ju jitsu frá árinu 2004. Hann byrjaði sem aðstoðarkennari barna og unglinga árið 2008 og hefur verið aðalkennari þeirra frá árinu 2009. Það er mikill styrkur fyrir félagið að hafa Sensei Felix til að stýra kennslu barna og unglinga. Hann nær vel til krakkana sem greinilega líkar vel við trausta og skemmtilega kennsluaðferðir hans.


Sensei Felix gráðaði til 3. Dan, Svart belti í apríl 2012.

Sími: 694-4194. Netfang: felix@sjalfsvorn.is.

 

 Aðalkennari byrjendahóps fullorðina:
Sensei Robert


Sensei Robert van Spanje
3. Dan, Svart belti.

Sensei Robert er frá Hollandi. Hann hefur æft ýmsar sjálfsvarnaríþróttir og er með blátt belti í Gracie jiu jitsu. Sensei Robert byrjaði að æfa hjá Ju jitsufélagi Reykjavíkur þegar hann kom til Íslands árið 2004.
Robert er menntaður sem grafískur- og vefhönnuður og starfar hjá Icelandair. Meira um hann er hægt að lesa á www.robert.is.
Frá árinu 2008 hefur Robert aðstoðað við kennslu fullorðinna og um áramótin 2011/2012 kemur hann inn sem aðalkennari byrjendahóps fullorðinna. Hann leggur mikla áherslu á raunhæfar æfingar í tengslum við sjálfsvörn og að byggja upp góðan grunn.

Sensei Robert gráðaði til 3. Dan, Svart belti í maí 2013.

Sími: 866-6094. Netfang: robert@sjalfsvorn.is.

 

 Aðrir kennarar Ju-Jitsufélags Reykjavíkur:

Sensei Don

Sensei Dieudonné Gerritsen 5. Dan, Svart belti.

Sensei Don hefur verið kennari hjá Ju-Jitsufélagi Reykjavíkur frá stofnun þess árið 1996 og sem yfirkennari frá 2006. Hann hefur einnig haldið fjölda námskeiða um sjálfsvörn, öryggismál og valdbeitingu fyrir ýmsar starfsstéttir.
Don starfar sem verkefnastjóri flugverndar- og öryggismála flugvalla hjá Isavia.

Sensei Don hætti sem einn tveggja yfirkennara félagsins haustið 2011 en mun kenna nokkra tíma í mánuði ásamt því að vera tæknilegur ráðgjafi Ju jitsufélags Reykjavíkur.

Sensei Don kemur frá Hollandi og hefur æft ýmsar bardagalistir, þar á meðal Tae Kwon Do, Judo og Thaiboxing, og hefur því mikla og breiða þekkingu á sviði sjálfsvarnaríþrótta.

Sensei Don gráðaði til 5. Dan, Svart belti í okt. 2010.

 

Sími: 898-1295. Netfang: don@sjalfsvorn.is

 

 Aðstoðarkennarar:

Fannar

Sensei Fannar Dúi Ásbjörnsson 2. Dan, Svart belti

Fannar Dúi hefur æft ju-jitsu hjá Ju-Jitsufélagi Reykjavíkur síðan janúar 2008 og gráðaði til 1. Dan, svart belti í mars 2012. Fannar er rafvirki að mennt en stundar núna nám í Tölvunarfræði við Háskóla Reykjavíkur.

Fannar hefur aðstoðað við kennslu barna og unglinga hjá Ju-Jitsufélagi Reykjavíkur síðan haustið 2009. Einnig hefur hann aðstoðað við byrjendahóp Senior reglulega síðan hann kláraði 1. DAN gráðun. Fannar er sterkur og teknískur kennari sem er mikill styrkur fyrir félagið að fá að nota til að vera með í að byggja upp öfluga kennslu fyrir krakkana sem hafa þarna góða fyrirmynd.

Sensei Fannar gráðaði til 2. Dan, Svart belti í október 2013
Fannar

Sensei Guðmundur Arnar Guðmundsson 3. Dan, Svart belti

Guðmundur Arnar hefur æft Ju-Jitsu hjá Ju-Jitsufélagi Reykjavíkur frá 2001 en hann gráðaði til 1. Dan, svart belti í apríl 2006.

Guðmundur Arnar hefur aðstoðað við kennslu barna og unglinga hjá Ju-Jitsufélagi Reykjavíkur með hléum síðan 2007. Einnig hefur hann aðstoðað við byrjendahóp Senior reglulega síðan hann kláraði 1. DAN gráðun. Guðmundur Arnar er sterkur og nákvæmur kennari sem er mikill styrkur fyrir félagið að fá að nota til að vera með í að byggja upp öfluga kennslu fyrir krakkana sem hafa þarna góða fyrirmynd. Auk þessa að aðstoða við kennslu hefur Guðmundur Arnar setið í stjórn félagsins undanfarið ár og séð meðal annars um ýmsar félagslegar uppákomur hjá okkur.

Sensei Guðmundur Arnar gráðaði til 2. Dan, Svart belti í október 2013
María

Sempei María Waltersdóttir 1. Dan, Svart belti.

María hefur æft ju-jitsu hjá Ju-Jitsufélagi Reykjavíkur síðan 2010. María byrjar sem aðstoðarkennari við kennslu barna og unglinga hjá Ju-Jitsufélagi Reykjavíkur á vorönninni 2012. Hún hefur með sinni jákvæðu framkomu og gleði verið mikill fengur fyrir barna og unglingahópinn. Einnig er það ekki síður mikilvægt að María er góð fyrirmynd fyrir stúlkurnar sem æfa hjá okkur.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 15. nóvember 2015 20:50