Jujitsu Iceland

Velkomin á heimasíðu Ju Jitsufélags Reykjavíkur

 

Á síðunni finnur þú upplýsingar um starfsemi félagsins, æfingartíma, æfingargjöld, gráðun og fleira. Þeir sem vilja æfa ju jitsu geta skráð sig hér.

Við bjóðum öllum tvo fría prufutíma. Það er besta leiðin til að komast að því hvort þetta hentar ykkur. Hafið samband við yfirkennara á netfangið sensei@sjalfsvorn.is eða í síma 863-2804. Áður en þú sendir tölvupóst, endilega kíktu á "spurt og svarað" (FAQ), og athugaðu hvort þú fáir svar við spurningu þinni.

 

Ju-jitsu - fréttir
Ju-Jitsu jólaæfing 2014‏

Ég reikna með að þið séuð á fullu með að undirbúa jólin eins og flestir landsmenn sem og margir aðrir jarðarbúar.Við í Ju-Jitsuinu erum einnig með hugann við jólin og því er ekki úr vegi að tilkynna um síðustu æfinguna okkar fyrir jólin.Síðasta Ju-Jitsuæfingin fyrir jól verður því næstakomandi fimmtudag 18. Des kl. 18:30.

 

Síðast uppfært: Föstudagur, 02. janúar 2015 20:46
Nánar...
 
Síðasti séns til að vinna 6 mánaða áskrift‏

Ju-jitsu Iceland #Ármúla19Nú er kominn desember og ennþá er hægt að vera með í leiknum. Þú getur æft hjá okkur til 1. júlí 2015 að kostnaðarlausu. Það eina sem þarf að gera er að deila meðfylgjandi mynd á Facebook og merkja hana með #Ármúla19 og þú ert komin/n í pottinn!

 

Það verður lokað fyrir þátttöku á miðnætti þann 31. desember

Síðast uppfært: Mánudagur, 01. desember 2014 10:18
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 9 af 61