Jujitsu Iceland

Velkomin á heimasíðu Ju Jitsufélags Reykjavíkur

 

Á síðunni finnur þú upplýsingar um starfsemi félagsins, æfingartíma, æfingargjöld, gráðun og fleira. Þeir sem vilja æfa ju jitsu geta skráð sig hér.

Við bjóðum öllum tvo fría prufutíma. Það er besta leiðin til að komast að því hvort þetta hentar ykkur. Hafið samband við yfirkennara á netfangið sensei@sjalfsvorn.is eða í síma 863-2804. Áður en þú sendir tölvupóst, endilega kíktu á "spurt og svarað" (FAQ), og athugaðu hvort þú fáir svar við spurningu þinni.

 

Ju-jitsu - fréttir
Síðasti séns til að vinna 6 mánaða áskrift‏

Ju-jitsu Iceland #Ármúla19Nú er kominn desember og ennþá er hægt að vera með í leiknum. Þú getur æft hjá okkur til 1. júlí 2015 að kostnaðarlausu. Það eina sem þarf að gera er að deila meðfylgjandi mynd á Facebook og merkja hana með #Ármúla19 og þú ert komin/n í pottinn!

 

Það verður lokað fyrir þátttöku á miðnætti þann 31. desember

Síðast uppfært: Mánudagur, 01. desember 2014 10:18
 
Junior gráðun þriðjudaginn 18. nóv

Eftir frábæra heimsókn af Sensei Simon Rimington er ekki úr vegi að setja upp gráðun hjá þessum frábæru krökkum sem eru að æfa hjá okkar í Junior hóp.

Þannig að hérmeð tilkynnist að:
Juniorgráðun verður þriðjudaginn 18. nóv 2014, kl. 18:00

Við munum einnig tilkynna þetta á æfingum fram að gráðun ásamt því að hafa blöð með þessum upplýsingum frammi í Dojo. Endilega taka með eintak og/eða hafa samband við mig ef það er eitthvað sem er óljóst.

 

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 12. nóvember 2014 10:23
Nánar...
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 10 af 61