Jujitsu Iceland

Velkomin á heimasíðu Ju Jitsufélags Reykjavíkur

 

Á síðunni finnur þú upplýsingar um starfsemi félagsins, æfingartíma, æfingargjöld, gráðun og fleira. Þeir sem vilja æfa ju jitsu geta skráð sig hér.

Við bjóðum öllum tvo fría prufutíma. Það er besta leiðin til að komast að því hvort þetta hentar ykkur. Hafið samband við yfirkennara á netfangið sensei@sjalfsvorn.is eða í síma 863-2804. Áður en þú sendir tölvupóst, endilega kíktu á "spurt og svarað" (FAQ), og athugaðu hvort þú fáir svar við spurningu þinni.

 

Ju-jitsu - fréttir
Mánudagsæfing framundan.

Jæja þá er þessi helgi að klárast og mánudagur framundan. Núna ætla allir að muna eftir því að mæta á æfinguna kl. 20:00 á mánudagskvöld en ekki síður að hvetja hvort annað til að mæta. Hlakka til að sjá ykkur. Kv. Sensei
Síðast uppfært: Mánudagur, 13. júní 2016 21:41
 
KONUR OG SJÁLFSVÖRN.
Núna langar mig til að halda námskeið í og um sjálfsvörn sem er eingöngu fyrir ykkur konur.
Miðað við að næg þáttaka fæst þá verður þetta næstu helgi þ.e. 11. júní kl. 11:30-13:00 og 12 júní kl. 14:00-15:30.

Gjaldið er kr. 1.500,-

Skráning fer fram með því að senda póst á Sensei@sjalfsvorn.is.
Mikilvægt að fram komi nöfn þeirra sem vilja koma og aldur.

Námskeiðið er fyrir konur á öllum aldri en ég miða við að þáttakendur séu ekki yngri en 15 ára. Þetta verður bæði fræðilegt og verklegt námskeið svo þægilegur æfingafatnaður er æskilegur.

Farið verður yfir helstu þætti sjálfsvarnar t.d.
Hvernig bregst líkaminn við árás?
Hvað er að gerast í huga árásarmanns og þeim sem fyrir árás verður?
Hvernig á ég að varast óæskilegar aðstæður?
Hvaða brögð/tæknir þarf ég að kunna til að verja mig?
og margt fleira verður farið yfir.

Hlakka til að heyra frá ykkur konur sem viljið fræðast aðeins um sjálfsvörn.

kv.
Sensei Magnús
Síðast uppfært: Fimmtudagur, 09. júní 2016 19:43
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 3 af 61