Jujitsu Iceland

Velkomin á heimasíðu Ju Jitsufélags Reykjavíkur

 

Á síðunni finnur þú upplýsingar um starfsemi félagsins, æfingartíma, æfingargjöld, gráðun og fleira. Þeir sem vilja æfa ju jitsu geta skráð sig hér.

Við bjóðum öllum tvo fría prufutíma. Það er besta leiðin til að komast að því hvort þetta hentar ykkur. Hafið samband við yfirkennara á netfangið sensei@sjalfsvorn.is eða í síma 863-2804. Áður en þú sendir tölvupóst, endilega kíktu á "spurt og svarað" (FAQ), og athugaðu hvort þú fáir svar við spurningu þinni.

 

Ju-jitsu - fréttir
Vetraræfingar 2016-17 hjá Ju-Jitsu junior
Eins öruggt og það er að haustvindar blása uppúr miðjum ágúst eins er það öruggt að vetrarstarf Ju-Jitsufélags Reykjavíkur og Sjálfsvarnarskóla Íslands hefst á sama tíma. Nú er komið að því að junior hópur Ju-Jitsufélagsins hefji vetraræfingar aftur og er fyrsta æfingin vetrarins næstkomandi fimmtudag 18. ágúst kl. 18:00.
Síðast uppfært: Sunnudagur, 14. ágúst 2016 17:55
Nánar...
 
Mánudagsæfing framundan.

Jæja þá er þessi helgi að klárast og mánudagur framundan. Núna ætla allir að muna eftir því að mæta á æfinguna kl. 20:00 á mánudagskvöld en ekki síður að hvetja hvort annað til að mæta. Hlakka til að sjá ykkur. Kv. Sensei
Síðast uppfært: Mánudagur, 13. júní 2016 21:41
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 3 af 61