Prufutímar

Langar þig til þess að prófa Ju Jitsu? Við bjóðum uppá 2 fría prufutíma. Mæting í prufutíma er kl 20:00 á Mánu-, þriðju- og fimmtudögum, en klukkan 11:30 á laugardögum (sjá tímatöflu). Best er að mæta í léttum íþróttafatnaði og ekki er þörf á íþróttaskóm því við æfum Ju Jitsu berfætt á æfingarsvæðinu (Tatami). Sturtuaðstaða er á staðnum. Allir tímar byrja á því að Sensei (kennarinn) kallar nemendur til sín sem mynda  röð. Röðin fer eftir beltalit en byrjendur í prufutímum eru án beltis (Obi). Farið er úr útiskóm í anddyri en yfirhafnir eru geymdar í búningsklefum enda er Dojoið okkar skófrítt svæði. Gott er að hafa með sér vatn eða aðra drykki því æfingarnar geta verið erfiðar og oft reynir á þolið. Sensei (kennarinn) leggur fyrir þær æfingar sem gera á í hvert skipti og parar oftast tvo og tvo nemendur til þess að framkvæma æfinguna. Sensei gengur svo á milli para og leiðbeinir og leiðréttir jafnóðum þær æfingar sem framkvæmdar eru hjá nemendum (Senpai).

Skoða algengar spurningar.