Kennarar

 Kennarar Ju Jitsufélags Reykjavíkur
Sensei Magnús Ásbjörnsson 6. Dan, Svart belti.
Ásamt því að vera yfirkennari Ju Jitsufélgs Reykjavíkur er Sensei Magnús aðalkennari fullorðina hjá félaginu.
Magnús hefur æft ju Jitsu frá árinu 1989 fyrst í Noregi í u.þ.b. 3 ár en eftir það aðalega á Íslandi. Hann hefur ásamt því að æfa Ju Jitsu á Íslandi sótt þekkingu á Ju Jitsu bæði til Noregs og Bretlands.
Magnús er menntaður rafeindavirki og starfar við það hjá Isavia ásamt því að sinna rekstri og kennslu hjá Ju Jitsufélagi Reykjavíkur.

Sensei Magnús hóf kennslu á ju Jitsu hjá Ungmennafélagi Biskupstungna 1996 og svo einnig á Selfossi 1998 í samstarfi við Ju Jitsufélag Reykjavíkur.
Frá árinu 2000 hefur Magnús svo sinnt kennslu hjá Ju Jitsufélag Reykjavíkur m.a. sem aðalkennari barna og unglinga og árið 2006 tekur hann svo við rekstri félagsins.
Frá árinu 2004 tók Magnús við sem einn af tveim yfirkennurum félagsins en frá haustinu 2011 hefur Magnús verið yfirkennari Ju Jitsufélagsins.

Sensei Magnús gráðaði til 5. Dan, Svart belti í okt. 2013.
Sími: 863 2804. Netfang: magnus@sjalfsvorn.is og sensei@sjalfsvorn.is.
Sensei Guðmundur Arnar Guðmundsson 3. Dan, Svart belti
Guðmundur Arnar hefur æft Ju Jitsu hjá Ju-Jitsufélagi Reykjavíkur frá 2001 en hann gráðaði til 1. Dan, svart belti í apríl 2006.
Guðmundur Arnar hefur aðstoðað við kennslu barna og unglinga hjá Ju-Jitsufélagi Reykjavíkur með hléum síðan 2007. Einnig hefur hann aðstoðað við byrjendahóp Senior reglulega síðan hann kláraði 1. Dan gráðun. Guðmundur Arnar er sterkur og nákvæmur kennari sem er mikill styrkur fyrir félagið að fá að nota til að vera með í að byggja upp öfluga kennslu fyrir krakkana sem hafa þarna góða fyrirmynd. Auk þessa að aðstoða við kennslu hefur Guðmundur Arnar setið í stjórn félagsins undanfarið ár og séð meðal annars um ýmsar félagslegar uppákomur hjá okkur.

Sensei Guðmundur Arnar gráðaði til 2. Dan, Svart belti í október 2013
Ívar Gunnarsson
Sensei Felix Högnason 3. Dan, Svart belti.
Sensei Felix er aðalkennari barna og unglinga. Hann er menntaður þroskaþjálfi og vinnur nú að mastersverkefni í hagnýtri atferlisgreiningu. Felix hefur sérhæft sig í vinnu með fólki sem sýnir ögrandi hegðun og hefur haldið fjölda námskeiða, m.a. um fyrirbyggjandi aðgerðir við hegðunarvanda, hvernig takmarka má þvingun og valdbeitingu í vinnu með fólki sem sýnir erfiða hegðun og varnarviðbrögð við alvarlegum hegðunarvanda.

Sensei Felix hefur æft Ju Jitsu frá árinu 2004. Hann byrjaði sem aðstoðarkennari barna og unglinga árið 2008 og hefur verið aðalkennari þeirra frá árinu 2009. Það er mikill styrkur fyrir félagið að hafa Sensei Felix til að stýra kennslu barna og unglinga. Hann nær vel til krakkana sem greinilega líkar vel við trausta og skemmtilega kennsluaðferðir hans.

Sensei Felix gráðaði til 3. Dan, Svart belti í apríl 2012.
Sími: 694-4194. Netfang: felix@sjalfsvorn.is.
Sensei Dieudonné Gerritsen 5. Dan, Svart belti.
Sensei Don hefur verið kennari hjá Ju Jitsufélagi Reykjavíkur frá stofnun þess árið 1996 og sem yfirkennari frá 2006. Hann hefur einnig haldið fjölda námskeiða um sjálfsvörn, öryggismál og valdbeitingu fyrir ýmsar starfsstéttir.
Don starfar sem verkefnastjóri flugverndar- og öryggismála flugvalla hjá Isavia.

Sensei Don hætti sem einn tveggja yfirkennara félagsins haustið 2011 en mun kenna nokkra tíma í mánuði ásamt því að vera tæknilegur ráðgjafi Ju Jitsufélags Reykjavíkur.

Sensei Don kemur frá Hollandi og hefur æft ýmsar bardagalistir, þar á meðal Tae Kwon Do, Judo og Thaiboxing, og hefur því mikla og breiða þekkingu á sviði sjálfsvarnaríþrótta.

Sensei Don gráðaði til 5. Dan, Svart belti í okt. 2010.
Sími: 898-1295. Netfang: don@sjalfsvorn.is