Spurt og svarað FAQ

Við æfum hefbundið japanskt ju-jitsu sem er bardagalist en leggjum áherslu á sjálfsvörn. Sensei Simon Rimington er leiðtogi okkar innan Shogun Ju Jitsu International og sá sem leggur línurnar hvað er kennt hjá okkur. Við kennum að nota lása, tök, spörk, kýlingar, kyrkingar og köst. Við aukum þol, styrk og sjálfstraust. Ekki er keppt í þessari grein.

 

Q: Er hægt að fá að prófa?
A: Öllum er velkomið að prófa tvo tíma frítt. Hægt er að byrja hvenær sem er á árinu. Mætið bara á svæðið á tímum fyrir byrjendur (sjá tímatöflu, sjá prufutímar), við erum staðsett í Ármúla 19.

 

Q: Hvenær byrja námskeiðin?
A: Þú getur komið hvenær sem er. Við endurtökum allar grunnhreyfingar þannig að þú þarft ekki hafa áhyggjur af að byrja á miðri önn eða að missa af kennslu.

 

Q: Þetta er í fyrsta skipti sem ég æfi ju jitsu, í hverju á ég að vera?
A: Enga skartgripi og helst ekki vera í sokkum. Langbest er að vera í venjulegum iþróttagalla og það eru búningsklefar á staðnum.

 

Q: Á ég að kaupa galla (gi) strax?
A: Það er allt í lagi að byrja í venjulegum íþróttagalla, en við mælum með því að fólk fái sér galla sem fyrst. Það er að sjálfsögðu lang best að nota réttan búnað fyrir íþróttina. Við seljum æfingagalla ofl á kostnaðarverði á staðnum.

 

Q: Hver er munurinn á brasilísku og hefðbundnu (japönsku) ju-jitsu?
A: Við æfum hefðbundið ju-jitsu sem kannski er best lýst sem blöndu af judo og karate. Brasilískt jiu jitsu á rætur að rekja til hefðbundins ju-jitsu og því er best lýst sem gólfglímu.

 

Q: Er hægt að keppa hjá ykkur?
A: Hefðbundið japanskt ju jitsu er bardagalist en ekki bardagaíþrótt og því er ekki keppt í þessari grein. Við kennum sjálfsvarnaríþrótt þar sem þú bætir kraft og úthald og eykur sjálfstraust.

 

Q: Þarf ég ekki vera í toppformi til að geta tekið þátt?
A: Við reynum að hita vel upp í byrjendatímum, en leggjum þó meiri áherslu á tæknina. Við byggjum smá saman upp úthald og kraft.

 

Q: Þarf ég að hafa auka vörn?
A: Þér er velkomið að verja þig betur, en það er yfirleitt óþarfi.

 

Q: Hvað kostar þetta mikið?
A: Sjá verðskrá

 

Q: Hvernig á að borga?
A: Fyrst þarf að skrá sig, svo finnurðu verðskránna hér. Best er að leggja inn á reikninginn okkar.

 

Q: Mig langar að koma og prófa en það er erfitt að fá pössun.
A: Það er því miður lítið pláss fyrir börn til að leika sér á meðan á æfingu stendur, en það er hægt að setjast niður og fylgjast með. Við bjóðum líka upp á kennslu í Ju Jitsu fyrir börn og unglinga (8-15 ár).

 

Q: Á hvaða tímum eru æfingar?
A: Sjá tímatöflu

 

Q: Hvar eru þið staðsett?
A: Sjá kort