Kvennanámskeið

Sjálfsvarnarskóli Íslands býður upp á kynningu á Ju Jitsu fyrir konr og hvernig þær geta nýtt sér sjálfsvörn á einföldu máli.

Kynning á sjálfsvörn og notkun Ju Jitsu

Á námskeiðunum  er rætt um og sýnt hvernig hægt er að fyrirbyggja og forðast árás (s.s. að skynja hættu, hvernig á að tala við árásaraðila og æskilega líkamsstöðu). Einnig hvernig hægt er að komast úr óþægilegri eða ógnandi aðstöðu á yfirvegaðan hátt.

Í Ju Jitsu sjálfsvörn er kennt að nota lása, tök, spörk, kýlingar, kyrkingar og köst. Æskilegt er að mæta í íþróttafatnaði.

Næsta námskeið:

Ekkert kvennanámskeið er fyrirhugað á næstu vikum. Hægt er að senda inn fyrirspurn hér: http://sjalfsvorn.is/fyrirspurnir/