Börn

Æfingatímar fyrir börn og unglinga eru á þriðjudögum og fimmtudögum frá 18:00 til 19:00 og eru ætlaðir aldurshópnum frá 8 til 15 ára.

Börnin læra helstu lása og tök til að verja sig. Áhersla er lögð á að barnið geti tekið við leiðbeiningum og sýnt sjálfsaga í tímum. Við blöndum þessu öllu saman með leikjum og skemmtilegum æfingum. Sensei Felix Högnason er yfirkennari barna og unglinga.

Hjá unglingum (12-15 ára) er meira lagt upp úr því að byggja upp sjálfstraust einstaklinganna og fá þau til að huga að þeim hættum sem þau geta lent í. Lögð er áherlsa á að sjálfsvörn er aðeins notuð í neyðartilvikum. Slagsmál leiða aldrei til lausna.